Markmið og stefna Lostætis er að bjóða aðeins upp á það besta, hvort sem um hráefni eða þjónustu er að ræða og að öllum starfsmönnum sé ljós ábyrgð sín í ferlinu. Gæði, áreiðanleiki og þjónustulund eru stærstu gildin sem höfð eru í heiðri í öllum viðskiptum.
Hollusta án öfga eru meginviðmið í fyrirtækinu. Með þeim viðmiðum er Lostæti að sýna fram á þekkingu á viðfangsefni sínu og tryggja að stöðugt sé þess gætt að fjölbreytni sé í framboði veitinga. Tilgangur þess er að koma til móts við mismunandi væntingar og kröfur ólíkra viðskiptavina úr öllum hópum samfélagsins. Rýnihópar fara reglubundið ofan í alla þætti þjónustunnar.
Lostæti hefur að leiðarljósi að vera dugmikið og skapandi fyrirtæki í stöðugri þróun, sem veitir persónulega þjónustu. Lostæti hefur reynslu og þekkingu til að taka á móti ýmist stórum eða smáum verkefnum varðandi veitingalausnir fyrir viðskiptavini bæði á Norður- og Austurlandi og víðar ef þörf krefur.
Starfsfólk Lostætis leggur kapp á að allur matur sem fer til viðskiptavinarins sé það besta og ferskasta á markaðnum. Stöðugt eftirlit og góð samskipti við birgja tryggja gæði hráefnis. Öll matvinnsla og hreinlæti er stöðugt undir ströngu eftirliti en Lostæti vinnur samkvæmt gæðastöðlum Gámes sem lágmarkar frábrigði.
Lostæti leggur mikið upp úr vellíðan starfsmanna, starfsánægju og góðum starfsanda. Stuðst er við dreifða ákvarðanatöku og óhindruð tjáskipti á jafnréttisgrundvelli.Starfsmenn eru hvattir til frumkvæðis og hugmyndasköpunar. Allir starfsmenn gegna mikilvægu hlutverki í að mynda sterka óslitna keðju til að tryggja fyrsta flokks þjónustu og fagmennsku. Lostæti vinnur eftir UHÖ kerfi til þess að tryggja heilsu og öryggi starfsmanna.
- sérhæfð veitingaþjónusta á fyrirtækjamarkaði sem býður viðskiptavinum sínum upp á mismunandi úrval og útfærslu á þjónustunni.
- að okkar vitund eina fyrirtækið á Íslandi í þessari tegund af fyrirtækjaþjónustu sem gerir viðskiptavinum sínum kleift að panta daglega á netinu.
- metnaðarfull veisluþjónusta sem hannar og útbýr veislur fyrir 30 manns eða fleiri, þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval veislurétta.
- framsækið fyrirtæki sem hannar og rekur matstofur / mötuneyti í fyrirtækjum og skólum.