Til þess að geta veitt bestu þjónustu sem við mögulega getum hjá Lostæti, höfum við þörf á að safna og nýta ýmsar upplýsingar um þig. Hér að neðan útskýrum við hvernig við söfnum þeim saman, notum og verjum þínar upplýsingar á besta mögulega máta þegar þú nýtir þér okkar þjónustu. Einnig getur þú séð hvaða möguleika og réttindi þú hefur þegar við notum upplýsingar um þig.
Hver erum við
Lostæti Austurlyst ehf
Leiruvogi 2 - 730 Reyðarfirði
Netfang: lostaeti@lostaeti.is
KT: 681209-1580
Stefna persónuverndar Lostætis gildir um allar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem fyrirtækið kann að safna, bæði á vef okkar www.lostaeti.is eða með öðrum rafrænum samskiptum. Stefnan hlítir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga ná ekki til lögaðila.
Í allri meðferð upplýsinga um starfsmenn og viðskiptavini sína hefur Lostæti öryggi og persónuvernd að leiðarljósi og ber ábyrgð á þeim gögnum sem fyrirtækið safnar. Fyrirtækið afhendir eða framselur ekki undir neinum kringumstæðum persónulegar upplýsingar um viðskiptavini sína né starfsmenn.
Lostæti safnar ekki ónauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini sína né starfsmenn. Gildir það um heimsóknir á vef okkar www.lostaeti.is og önnur rafræn samskipti.